Um okkur
Grill 66 er grillstaður fyrir alla fjölskylduna. Á matseðlinum okkar eru girnilegir og safaríkir réttir, alvöru hamborgarar, samlokur, pizzur og fleiri gómsætir réttir, t.d. BBQ-kjúklingalæri, egg og beikon og plokkfiskur. Við bjóðum einnig upp á ilmandi kaffi og nýbakað bakkelsi sem fljótlegt er að grípa með sér á ferðalaginu.
Nafnið vísar til „Route 66“, þjóðvegarins sem liggur nánast þvert yfir Bandaríkin, frá Chicago í Illinois, gegnum Missouri, Kansas, Oklahoma, Texas, New Mexico og Arizona til Santa Monica í Kaliforníu. Það skiptir ekki máli hvort þjóðvegurinn er númer 66 eða 1, á ferðalögum er gott að stoppa einstaka sinnum, teygja úr sér og fá sér eitthvað gott að borða. Grill 66 er alltaf við veginn, rétt eins og matsölustaðirnir í borgunum og bæjunum við „Route 66“, og þess vegna heita réttirnir eftir stöðum við þennan frægasta þjóðveg Bandaríkjanna.
Pantaðu og sæktu
Pantaðu og sæktu. Þú getur valið á milli fjögurra staða á höfuðborgarsvæðinu til að sækja:
Álfheimar, Norðlingaholt, Langitangi og Gullinbrú.
GIRNILEGIR OG SFARÍKIR RÉTTIR!
Á matseðlinum okkar eru girnilegir og safaríkir réttir, alvöru hamborgarar, samlokur, pizzur og fleiri gómsætir réttir.
VIÐ ERUM Á OLÍS!
Þú finnur okkur á 14 Olís-stöðvum um land allt.
