Skilmálar

Hér er að finna þá skilmála sem gilda þegar þú kaupir vörur í vefverslun Grill 66.

Grill 66 er grillstaður fyrir alla fjölskylduna í eigu Olíuverzlunar Íslands ehf. (Olís). Grill 66 er rekið á 16 Olís-stöðvum en pantanir úr vefverslun verða afgreiddar frá 4 stöðvum. Kt. Olís er 500269-3249, vsk 11765 og skrifstofa þess er í Skútuvogi 5, 104 Reykjavík.

Skilmálar þessir eru tvíþættir og fjalla

  • annars vegar um viðskipti þín og okkar í vefversluninni og
  • hins vegar um hvaða persónuupplýsingar við vinnum með í vefversluninni, tilgang vinnslunnar og heimildir fyrir henni, miðlun persónuupplýsinga og geymslutíma þeirra, auk ýmissa annarra atriða um þá vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer í tengslum við vefverslunina. Persónuverndarstefnuna má finna hér

Viðskipti okkar:

Við skuldbindum okkur til að birta í vefverslun okkar eins greinargóðar lýsingar og okkur er unnt á þeim vörum sem eru þar til sölu og birta eftir föngum einnig lýsandi ljósmyndir af þeim. Hverri vörulýsingu fylgir vörunúmer sem ræður því hvaða vara er seld hverju sinni.

Ef þú kaupir vöru í vefverslun okkar og staðfestir kaupin með því gefa upp gilt greiðslukort þitt, sem skuldfærsla tekst á fyrir söluverði, þá kemst þar með á samningur milli þín og okkar um kaup á þeirri vöru sem svarar til þess vörunúmers sem þú valdir í vefversluninni. Skuldfært söluverð inniheldur virðisaukaskatt og allan annan aukakostnað okkar af að bjóða þér vöruna til kaups. 

Um slíka samninga og viðskipti okkar að öðru leyti gilda lög um neytendakaup, nú nr. 48/2003, að teknu tilliti til skilmála þessara.

Okkur er ekki skylt að afhenda þér vöru fyrr en skuldfærsla fyrir kaupunum hefur tekist á uppgefið greiðslukort þitt.

en_USEnglish